​
Um okkur
Við erum bræður frá Selfossi sem hafa haft brennandi áhuga á markvarðaþjálfun frá unga aldri. Við höfum verið þátttakendur í markvarðateymi HSÍ síðan 2012 og tókum þar þátt í því að móta íslenska markvarðaskólann. Við erum íþróttafræðingar og höfum starfað við þjálfun og kennslu barna og unglinga í tugi ára.
​Gísli
Gísli Rúnar Guðmundsson er þrautreyndur kennari og þjálfari auk þess sem hann á og rekur unglingaskólann NÚ í Hafnarfirði. Gísli hefur starfað sem markvarðaþjálfari síðan 2007 hjá mörgum félagsliðum og landsliðum Íslands. Hann er einnig menntaður markþjálfi (e.lifecoach) og er með mastersgráðu í verkefnastjórnun. Gísli hefur yfirumsjón með markvarðaþjálfun yngri landsliða Íslands.
S:698-3505
​Jóhann
Jóhann Ingi Guðmundsson starfar sem íþróttakennari í Hraunvallaskóla og hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá Haukum undanfarin ár.
Jóhann bjó á Spáni í þrjú ár þar sem hann lærði spænsku ásamt því að starfa sem enskukennari og handboltaþjálfari. Jóhann hefur verið markvarðaþjálfari í Kiel-skólanum síðastliðin 8 ár.
S:771-2976