Hvað er keeper.is?

Keeper.is er fjarþjálfun fyrir markverði.  Þetta concept hefur það að markmiði að hjálpa markvörðum til að bæta færni sína með hnitmiðaðri greiningu og æfingum til að bæta það sem bæta þarf.  Þjálfunin er hugsuð sem viðbót við þá þjálfun sem er í gangi hjá félögunum og getur sérstaklega gagnast þeim markvörðum sem ekki fá sérþjálfun hjá sínu félagsliði.

Fyrirkomulag

Fyrirkomulagið á þjálfuninni er með þeim hætti að þeir sem skrá sig senda leiki inn á keepergj@gmail.com
(t.d. í gegnum wetransfer.com)
Sérfræðingar keeper.is leikgreina markvörðinn og skila af sér skýrslu tilbaka.  Í skýrslunni er útlistað hvar styrkleikar og áskoranir markvarðarins liggja.  Markvörðum er þá vísað inn á æfingasafn (Sideline) þar sem bent er á æfingar sem eru vel til þess fallnar að bæta þau atriði sem brýnast er að laga.  

Öll samskipti fara í gegnum netfangið keepergj@gmail.com

Innifalið í þjálfuninni

  • Leikgreining á markverði (5 leikir á önn)

  • Aðgangur að sérhæfðum æfingabanka

  • Aðgangur að fyrirlestrum á tímabilinu s.s. hugarþjálfun, þjálffræði, tækniþjálfun o.fl.

  • Ráðgjöf um allt sem kemur að þjálfun markvarða

Skráning og verðskrá

Skráning fer fram á www.keeper.is og þar eru einnig allar upplýsingar. Eftir að hafa gengið frá skráningu og greiðslu berst tölvupóstur og svo símtal í kjölfarið þar sem þáttakendur eru boðnir velkomnir í þjónustuna og fá ráðleggingar með næstu skref.

 

Þjálfuninni er skipt í tvær annir sem hver eru fjórir mánuðir. Fyrri önnin er frá 1. okt - 31. janúar
og síðari frá 1. feb -30.maí.

 

Árgjald (tvær annir) 100.000 kr.
Ein önn 60.000 kr.

Nánari upplýsingar
 

Mail:  keepergj@gmail.com

Sími (Jóhann) : S:771-2976

​Sími (Gísli) : 698-3505